Loftorka Reykjavík er eitt elsta verktakafyrirtæki í landinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í jarðvinnuverkefnum, gatnagerð og malbikun.

Loftorka var stofnað  sem sameignarfélag árið 1962 af  hjónunum Sigurði Sigurðsyni og Sæunni Andrésdóttur ásamt hjónunum Konráð Andréssyni og Margréti Björnsdóttur. Sæunn og Konráð eru systkini.

Loftorka var í upphafi vélaleiga (loftpressur) en fljótlega tóku við stærri verkefni eins og lagning hitaveitu í ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Síðan hafa fá hverfi verið byggð upp á höfuðborgarsvæðinu án þess að Loftorka Reykjavík hafi tekið þátt í því með einhverjum hætti.

Árið 1973 keypti Loftorka lítið malbikunarfyrirtæki, Hlaðprýði hf. Malbikun hefur verið stór og vaxandi þáttur í rekstrinum allar götur síðan. Vegagerðar verkefni hafa verið unnin víða um land og gríðalegar vegalengdir lagðar bundnu slitlagi. Fyrirtækið hefur svo í samstarfi við önnur fyrirtæki byggt upp hafnir og virkjanir s.s. Hrauneyjafossvirkjun, Blönduvirkjun, Sundahöfn, Helguvíkurhöfn o.f.l.

Eftir nokkur ár í verktakastarfsemi var byrjað hægt með útibú í Borganesi. Hundruð mannvirkja og bygginga hafa verið byggð úr steyptum einingum frá Borganesdeild Loftorku. Báðar deildir döfnuðu vel. Sigurður Sigurðsson sá um daglega stjórn á deildinni í Reykjavíkog Konráð Andrésson búsettur í Borganesi sá um deildina þar.

Í upphafi 10 áratugarins var svo fyrirtækinu skipt upp. Sigurður og Sæunn eignuðust Reykjavíkurhlutann og Konráð og Margrét hlutann í Borgarnesi. Staðarnöfnin Reykjavík og Borganes bættust við Loftorku nafnið til aðgreiningar. Fyrirtækin eru alveg aðgreind, bæði eignarhald og rekstur.

Í ársbyrjun 2017 varð sú breyting á að bræðurnir Ari Sigurðsson og Andrés Sigurðsson og eiginkonur þeirra, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Hjördis Jóna Gísladóttir, keyptu Loftorku Reykjavík ehf. af móður þeirra bræðra, Sæunni Andrésdóttur. Ari og Andrés hafa unnið nær allan sinn starfsaldur hjá Loftorku og gengt þar ýmsum hlutverkum og eru gerkunnugir starfseminni. Ákveðið var að reka Loftorku í óbreyttri mynd og hefur það verið gert. Andrés er nú framkvæmdarstjóri Loftorku og Ari forstjóri og stjórnarformaður.