Loftorka Reykjavík ehf. hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem nær til alls starfsfólks með jafnlaunastefnu þessa sem grunn. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Loftorku Reykjavík ehf. með það að markmiði að nýta þekkingu, ábyrgð, reynslu og hæfni til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af þáttum eins og stjórnun, ábyrgð, faglegum þáttum starfsins auk menntunar.
Jafnréttisáætlun þessi minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.
Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu Loftorku Reykjavíkur ehf. og er jafnlaunakerfið undir stöðugum umbótum og eftirliti. Þættir sem hafa áhrif á launamyndun eru m.a. gildandi kjarasamningar, lög og reglur ásamt launaþróun. Starf, menntun, þekking og reynsla skipta einnig máli þegar kemur að launamyndun. Komi upp frábrigði er brugðist við þeim. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af framkvæmdarstjóra og skrifstofustjóra og er hægt að óska eftir launaviðtali einu sinni á ári. Að auki skal skrifstofustjóri gæta þess að samræmi sé í ákvörðum um laun til starfsmanna og fara yfir launasettningu þeirra a.m.k einu sinni á ári.
Í jafnlaunakerfinu eru sett fram jafnlaunamarkmið og þau rýnd og endurskoðuð samkvæmt verklagsreglum þar að lútandi.
Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra:
- kjör eru ákveðin með sama hætti fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
- starfsfólk hefur sömu tækifæri til menntunar/endurmenntunar/símenntunar/námskeiða
- öllum kynjum stendur til boða að sækja um störf hjá okkur
- við finnum leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf
- við líðum ekki ofbeldi; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni
Öll störf eru flokkuð og metin og sambærileg laun greidd fyrir sambærilega vinnu.
Markmiðið hjá Loftorku Reykjavík ehf. er að launin séu yfir gildandi töxtum kjarasamninga.
Allir starfsmenn fá viðeigandi hlífðarfatnað, fæði í hádeginu og keyrslu til og frá vinnustað innan höfuðborgarsvæðisins.
Jafnlaunastefnan er kynnt öllu starfsfólki og aðgengileg almenningi.
